Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Gauja litla er umhugað um stríðið í Úkraínu: „Salan á þeim bjór fer óskiptur til úkraínskra barna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðjón Sigmundsson eða Gaui litli eins og hann er gjarnan kallaður, á afmæli í dag. Er hann hvorki meira né minna en 65 ára í dag.

Gaui kom fyrst fram á sjónarsviðið er hann leyfði fjölmiðlum að fylgjast með tilraun sinni til að grennast, fyrir ríflega tuttugu árum síðan. Var hann orðinn 170 kíló og þótti kominn tími til að léttast. Bæði vakti hugrekki hans og hressleiki athygli landsmanna og á augabragði varð hann elskaður af þjóðinni.

Í dag rekur Gaui hið glæsilega safn Hernámssetrið í Hvalfirðinum en þar má sjá allskyns safngripi sem tengjast hernámi Hvalfjarðar í seinni heimstyrjöldinni.

Mannlíf heyrði í Gauja hljóðið og spurði hann hvort hann ætlaði að halda eitthvað upp á daginn. „Jesús minn. Ég er orðinn 65 ára,“ svaraði Gaui hress í bragði og hélt svo áfram. „Ja, eða 65 ára ungur. Maður má ekki á þessum aldri tala niður til sín.“

Varðandi afmælisdaginn sagðist Gaui vera á leiðinni í bæinn: „Ég er á leiðinni í bæinn og ætla að hitta dóttur mína, Tinnu Björt, með konunni. Við ætlum að fá okkur kaffi og með því. Annars er það ekkert fleira stórvægilegt. Ég ætla að vera með svona barnaafmæli á sunnudaginn klukkan þrjú, fyrir systkini mín. Við vorum alltaf með barnaafmæli á sunnudögum klukkan þrjú, þegar við vorum lítil og ég ætla að baka kökur sem voru bara bakaðar fyrir afmæli okkar og á jólunum. Þannig að þetta verður svona pínu „flashback“. Þetta tengist kannski því að þegar maður er kominn á þennan aldur að líta til baka og ganga í barndóm. En svo ætla ég að halda veislu á Hernámssetrinu í sumar. Verð þá með pínu húllumhæ á tjaldsvæðinu og í sundlauginni.“

En hvað er framundan hjá Gauja, svona á næstunni?

- Auglýsing -

„Það er bara sumaropnunin á Hernámssetrinu og undirbúningur fyrir hana. Ég er annars alltaf með eitthvað í pípunum. Mér er svolítið umhugað núna um Úkraínustríðið og við ætlum að vera með í tilefni stríðsins, úkraínska súpu á borðstólunum í sumar. Svo hafði ég bruggað tvær bjórtegundir sem minjagripi og salan á þeim bjór fer óskiptur til úkraínskra barna sem hafa þjáðst af völdum stríðsins.“

Þegar blaðamaður Mannlífs tjáir Gauja að hann verði að kíkja og smakka þennan bjór tekur Gaui vel undir það og segir hálf hlæjandi: „Já þetta eru tvær tegundir og þeir eru með þannig merkingar að þú getur bæði haft þetta eins og minjagripi og dottið í það. Og það með góðri samvisku!“

Mannlíf óskar hinum bráðskemmtilega Gauja innilega til hamingju með afmælið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -