Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Gefur ekkert eftir í húðumhirðu þótt hún komist varla í sturtu á daginn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samfélagsmiðlastjarnan, flugfreyjan og nýbakaða móðirin Þórunn Ívarsdóttir er annálaður snyrtivöruunnandi, þá sérstaklega þegar kemur að öllu sem tengist húðumhirðu. Fylgjendur hennar á samfélagsmiðlum vita að henni finnst fátt betra en gott dekur og hún lumar á dágóðu safni af kremum, möskum og öllu sem til þarf til að gera vel við sig.

Þórunn hefur, að eigin sögn, hugsað vel um húð sína frá því að hún var unglingur. „Áhugi minn á húðumhirðu spratt upp í kringum þrettán ára aldurinn. Þó finnst mér vera mikill munur á að hugsa mikið eða vel um húðina. Það er nefnilega hægt að hugsa allt of mikið um hana og oförva hana og gera henni illt. Því er allt gott í hófi, eins og með svo margt annað í lífinu,“ segir hún. „Hreinsun er númer 1, 2 og 3. Þú getur alveg sleppt því að gera eitthvað annað ef þú tryggir ekki að yfirborð húðarinnar sé hreint áður en þú notar krem, serum eða maska. Fólki finnst þetta skref oft ekkert skemmtilegt og trassar það. Sem gerir það að verkum að það eyðir morðfjár í krem, serum eða maska sem fá aldrei tækifæri til að sýna sína sönnu virkni. Sömuleiðis finnst mér svo ótrúlega mikilvægt að vera meðvituð um hvað er keypt og notað. Síðastliðin ár hefur þekking okkar á innihaldsefnum breyst til hins betra og í dag þurfa snyrtivöruframleiðendur að vera á tánum. Sorglegast finnst mér þegar stærstu merkin taka ekki þátt í þróuninni og halda áfram að nota óæskileg innihaldsefni. Þetta gerist samt ekki á einni nóttu en maður getur haft það að leiðarljósi að reyna með tímanum að minnka notkun á vörum sem að innihalda til dæmis mineral-olíu, sílíkon eða petroleum.“

Notar helst engin krem á lítinn kropp

Eins og þeir sem fylgjast með Þórunni vita, þá eignaðist hún nýlega sitt fyrsta barn, stúlku sem fékk nafnið Erika Anna. Aðspurð hvort hún hafi fundið mun á húðinni meðan á meðgöngu stóð og eftir hana, svarar Þórunn að svo hafi ekki verið. „Kannski er ég mjög heppin en ég hef hef engan mun fundið. Ég hugsaði nákvæmlega eins um húðina og ég geri alltaf og hún hafði sjaldan verið jafngóð. Það eina sem ég passaði mig á var að nota ekki retinol og of sterkar ávaxtasýrur,“ segir hún. Þá segist hún hafa verið dugleg að taka inn olíur á meðgöngu sem hún trúir að hafi gert húð Eriku gott. „Ég vil helst ekki nota nein krem á svona fullkominn lítinn kropp sem er örugglega með fallegustu húð sem ég hef séð. Það eina sem ég nota er örlítið af bossakremi frá Weleda úr Calendula-línunni sem mæður um allan heim mæla með. Ég nota það til að fyrirbyggja bleiuútbrot. Ég forðast petroleum, mineral-olíu og parrafín eins og heitan eldinn og mun alltaf lesa mér til um innihaldsefni á þeim vörum sem ég mun nota á hana.“

Drunk Elephant í uppáhaldi

Þórunn segist ekki breyta miklu í sinni húðrútínu nú þegar kólna fer í veðri, þar sem hún haldist í jafnvægi allan ársins hring. „Mér finnst þó gott að næra húðina vel á köldum vetrardögum, sem er mjög mikilvægt fyrir þá sem finna mikið fyrir veðurbreytingum. Ég nota kannski ögn meira af rakakremi eða rakamaska aðeins oftar en vanalega yfir vetrartímann. Í allra, allra mesta uppáhaldi hjá mér eru vörurnar frá Drunk Elephant en ég held ég noti allar vörurnar frá merkinu. Ég nota þær því það skiptir mig mjög miklu máli að velja vörur með hreinum innihaldsefnum og að þær séu framleiddar án óæskilegra aukefna en ég hef kafað djúpt ofan í fræðin. Þær vörur nota ég síðan í bland við aðrar frábærar vörur eins og frá t.d. Origins, Glamglow, Clinique, Kiehls, Oskia, the Ordinary og fleiri. Í augnablikinu er nú eiginlega bara ekkert á óskalistanum mínum en ég gæti alveg skroppið eins og eina ferð í Sephora og fyllt á rakamaskabirgðirnar mínar en ég elska að nota svona tissjúmaska. Annars var mamma mín að koma erlendis frá með smápakka handa nýbakaðri móður en ég gef ekkert eftir í húðumhirðu þótt ég komist varla í sturtu á daginn.“

Dekur að hætti Þórunnar

- Auglýsing -
Þórunn Ívarsdóttir er annálaður snyrtivöruunnandi.

„Þegar ég vil gera sérstaklega vel við mig, um það bil einu sinni í viku, fer ég í sturtu, er lengi og dekra extra vel við húðina. Þá byrja ég á þvi að hreinsa hana eins og vanalega en sá hluti húðumhirðunnar fer yfirleitt fram í sturtunni á kvöldin. Næst myndi ég nota ávaxtasýrumaska sem sléttir yfirborð húðarinnar, skrúbbar hana án korna og hreinsar hana. Þá myndi ég næra hana með extragóðum nærandi rakamaska og olíu. Ég nota mikið marula-olíu og það líður varla sá dagur að ég löðri henni ekki á mig. Hún hefur mikinn lækningamátt og er einstaklega rík af omega-fitusýrum. Dagsdaglega byrja ég alltaf á hreinsun og hefur það komist í vana minn að nota C-vítamín-serum og gott rakakrem á morgnana. Mér finnst það eiginlega ómissandi og sé hvað húðin mín er ljómandi og fín þegar ég geri það.

Mynd af Þórunni / Hákon Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -