Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Geir Gunnar vill hjálpa Pepsi Max fíklum og opna afeitrunarstöð: „Maður skemmir svoldið partíið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur, segist ætla að opna afeitrunarstöð fyrir fólk sem er háð Pepsi Max. Hann ræddi þessa hugmynd í Síðdegisútvarpinu á RÚV. Í fyrstu talaði hann um að afeitrunarstöðin yrði einungis fyrir konur en fékk ábendingar um að vandamálið ætti við bæði kynin „Ég held að konur séu opnari fyrir sinni heilsu,“ segir Geir og bætir við að karlmenn séu gjarnari á að hunsa vandamálið.

Geir, sem starfar fyrir Heilsustofnunina í Hveragerði, segir ýmis efni vera í Pepsi Max og öðrum sykurlausum gosdrykkjum, svo sem sýrur, sætuefni og bragðefni en hann getur ekki svarað fyrir víst hvaða innihaldsefni það sé sem er ávanabindandi.

Geir segir drykkinn ýta undir svengd sem veldur því að fólk fitnar frekar.

Hann vill trappa neytendur niður, kenna þeim að fara í gegnum daginn, borða hollan mat og drekka vatn. Hann segir nauðsynlegt að fólk hafi stuðning þegar afeitrunni er lokið, svipiðað og þekkist í 12 spora samtökum.

Þegar Geir er spurður hvort næringarfræðingar um allan heim séu sammála honum og telji neysla sykurlausra drykkja vera vandamál svarar hann játandi og bætir við að það sé ekki alltaf hlustað á næringafræðingana. „Þreyttir sjúskaðir næringafræðingar, þetta er ekki skemmtilegur boðskapur, maður skemmir svoldið partíið“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -