Laugardagur 28. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Geir H. Haarde forðast helst samfélagsmiðla: „Ég neitaði mér al­gjör­lega um allt áfengi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Geir H. Haar­de fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra seg­ist hafa þurft að hugsa vel um sig til að halda jafn­vægi í gegn­um hrunið; álagið var gríðarlegt – ómannlegt.

Geir er nýj­asti gest­ur­inn í Podcasti Sölva Tryggva­son­ar, og fer hann í þætt­in­um yfir hrunið, og margt fleira afar áhugavert:

„Þetta var auðvitað mjög erfitt tíma­bil og al­gjör­lega ólíkt öllu sem fólk þekkti. En mér tókst að halda ró minni og halda mér í góðu jafn­vægi í gegn­um all­an þenn­an tíma. Ég gerði tvennt meðvitað. Ég neitaði mér al­gjör­lega um allt áfengi í nán­ast heilt ár. Ekki að það hafi verið vanda­mál, en ég vissi bara að það myndi ekki hjálpa mér. Svo var ég mjög dug­leg­ur í rækt­inni og mætti alla morgna snemma til að vera kom­inn spræk­ur í vinn­una eft­ir að hafa hreyft mig,“ segir Geir og bætir við:

„Þetta tvennt held ég að hafi hjálpað mér per­sónu­lega í þess­um aðstæðum og hjálpað mér að tak­ast á við hlut­ina bet­ur, svo passaði ég mig líka á því að vera ekk­ert inni á sam­fé­lags­miðlum. Í raun hélt ég mig nán­ast al­veg frá þeim fram til 2015. Það er mik­il­vægt fyr­ir fólk sem er í op­in­ber­um störf­um að eyða ekki of mikl­um tíma á sam­fé­lags­miðlum og ég hugsa að það geti auðveld­lega brenglað dómgreind­ina ef maður fer að liggja yfir því sem fólk skrif­ar þar.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -