Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Geir prestur fokillur yfir hvernig farið er með gamla fólkið: „Ísland á heimsmet í skattheimtu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Um er að ræða svívirðilegt ránstól,“ segir séra Geir Waage og er bálreiður í aðsendri grein í Morgunblaðinu.

Séra Geir er harðorður og reiðir hátt til höggs til varnar eldri borgurum sem þurfi að þola kjör sín dragast sífellt meira saman, meðal annars með frítekjumarkinu. Frítekjumarki, sem sé fundið upp til að mismuna fólki og hafa tekjur af þeim sem minna mega sín.

„Lífeyrir er enn skattlagður sem tekjur, þegar hann er greiddur út, en er að verulegu leyti til kominn sem vextir af þeim höfuðstól sem launþegar eru lögþvingaðir til að leggja til hliðar af launum sínum og varðveita í lífeyrissjóðum. Nær væri að skattleggja þessar greiðslur sem vaxtatekjur, sem þær í reynd eru að verulegu leyti.“

„Launþegar eiga enga aðkomu að stjórn þessara sjóða og verða að reiða sig blindandi á forvöltun peninganna sinna hjá öðrum. Yfir þeirri fjárvörzlu allri sitja launagreiðendur og ávaxta fjeð eins og þeim þykir henta á hverjum tíma. Þar á ofan verða þeir að sæta því, að stjórnmálamenn láti sem svo, að greiðslur úr lífeyrissjóðum jafngildi ríkisframlagi, enda er ellilífeyrir sá, sem greiddur er úr ríkissjóði, tengdur lífeyrissjóðsgreiðslum og skertur niður í nánast ekkert hjá þeim, sem einhverjar tekjur hafa úr eigin lífeyrissjóði, af eigin sjálfsaflafje,“ segir séra Geir.

Sér Geir segir samfélagið skulda þeim sem ólu okkur upp og það sé ekkert minna en svívirða að banna frjálsum mönnum að vinna og gera upptækan í ríkissjóð afla þeirra af ölmusunni, sem búið sé að gera úr ellilaununum.

„Þetta er ofurskattur. Þegar lögbundnum lífeyrissjóðsgreiðslum er bætt ofan á aðra skatta á Ísland heimsmet í skattheimtu. Í allri umfjöllun stjórnmálamanna virðist enda út frá því gengið, að lífeyrissjóðsgreiðslur sjeu í reynd skattgreiðslur og láta þær yfirtaka skuldbindingar ríkisins um ellilífeyrisgreiðslur að hluta. Ellilífeyrir fólksins hefur verið gerður að ölmusu.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -