Geislavarnir ríkisins halda úti stöðugri vöktun á svo kölluðum útfjólubláum geislum eða UV – geislum en það gerir fólki kleyft að fylgjast sjálft með því hve sterkir geislarnir eru. Hér má sjá heimasíðu Geislavarna ríkisins.
Vörn
Það þarf ekki að fletta neinum blöðum um það að geislar blessaðrar sólarinnar eru skaðlegir sé fólk ekki varið fyrir þeim. Með tilkomu vöktunar á útfjólubláum geislum eða UV – geislunum getur fólk sjálft fylgst með styrkleikanum. Það gerir fólki auðveldara með að átta sig á því að það þarf ekki endilega að sjást til sólarinnar til þess að skaðlegir geislar hennar nái að valda skaða og fólk getur þá einnig varið sig eftir styrkleika geislanna.
Þrjár gerðir útfjólublárra geisla
Það eru þrjár gerðir til af útfjólubláum geislum. UV–A geislar eru þeir geislar sem geta valdið húðkrabbameini og ótímabærri öldrun. Þeir ná að fara djúpt inn í húðina. UV–B geislar eru þeir sem geta brennt húðina en þeir geislar eru einnig þeir sem gefa okkur lit, sólbrúnku. UV–C geislar ná ekki til jarðar og hafa því engin áhrif á okkur.