Lögreglunni barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur um fimm leytið í gær. Maðurinn var staddur á veitingastað þar sem hann lét illa og áreitti bæði gesti og starfsfólk. Var þá manninum vísað á dyr en hélt hann háttsemi sinni áfram í verslun í næsta nágrenni og hafði í hótunum. Lögregla handtók manninn og gisti hann fangageymslu í nótt.
Ekið var á mann á hjóli í hverfi 108 í gærkvöldi. Maðurinn fann til í fæti og höfði og var hann fluttur á Bráðadeild með sjúkrabíl.
Hafði þá lögregla afskipti af ökumanni í Breiðholti sem grunaður er um of hraðan akstur. Ók maðurinn 63 km/klst. í götu þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. notaði bílstjórinn heldur ekki bílbelti og játaði hann sök.