Lögreglu barst tilkynning í gærkvöldi um mann sem ógnaði fólki í miðbænum. Maðurinn var vopnaður hnífi og þurfti lögregla að beita piparúða til þess að yfirbuga hann. Samkvæmt dagbók lögreglu hafði maðurinn hótað að stinga vegfarendur með hnífi en ekki er vitað hvað manninum gekk til. Engum varð meint af, sem betur fer.
Síðar um kvöldið var lögreglu kölluð út aftur í miðbæinn eftir að ungmenni sprengdu umm kamar með flugeldum. Þá var ferðamaður rændur á gangi í sama hverfi og var sá einni mittistösku fátækari. Í Breiðholti var karlmaður handtekinn eftir eignaspjöll og hótanir. Sá gistir í fangageymslu vegna málsins. Auk þess sinnti lögregla relgubundnu umferðareftirliti og stöðvaði tvo ökumenn sem óku án ökuréttinda.