Lögreglu barst tilkynning um ölvaðan mann á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Kom lögrega á vettvang og vísaði manninum út. Skömmu síðar tók maður upp á því að sparka í rúður og hurðar í miðbænum. Var hann handtekinn og látinn gista bak við lás og slá.
Í Grafarholti hringdi íbúi á lögreglu vegna manns sem var óvelkominn fjölbýlishúsinu. Aðilinn krafðist þess að íbúi í húsinu myndi borga sér fyrir að komast inn í húsið. Þegar lögregla kom á vettvang neitaði maðurinn að gefa upp nafn og kennitölu. Því var lítið annað í stöðunni en að handtaka manninn og gisti hann í fangaklefa lögreglu. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Annar þeirra reyndi að stinga lögreglu af en þegar hann stöðvaði bílinn kom í ljós að hann var einnig próflaus.