Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Gengið sem hrelldi Keflvíkinga: „Hjón sem annast ræstingu hússins komu að þeim og héldu þeim þar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í janúar árið 1987 voru þrír unglingsdrengir gripnir glóðvolgir við innbrot í skrifstofu á Hafnargötu í Keflavík. Piltarnir höfðu framið fjöldamörg innbrot áður, og virtist það aðeins tímaspursmál hvenær þeir yrðu gómaðir.

Greint er frá handtökun þeirra í Víkurblaðinu:

„Á þriðjudag í næst síðustu viku voru þrír piltar gómaðir á innbrotsstað að Hafnargötu 32 í Keflavík. Höfðu þeir brotist inn á skrifstofu byggingafulltrúans í Keflavík, sem er á 3. hæð hússins, gramsað þar og skemmt eitthvað. Voru það hjón sem annast ræstingu hússins, sem komu að piltunum og héldu þeim þar til lögreglan kom á staðinn og tók þá í sína vörslu.

Á mánudag í sömu viku var brotist inn í íbúð skip stjórans í m.s. Alberti Ólafssyni KE 39 þar sem það var við bryggju í Keflavík. Var þar m.a. farið í lyfjakassa skipsins, en engu stolið. Þá var einnig brotist inn í geymsluskúrinn í skrúðgarðinum í Keflavík.“

Stuttu eftir handtöku komst upp um fleiri innbrot piltanna. Greint var frá því í Morgunblaðinu:

„ÞJÓFAFLOKKUR þriggja pilta, 17-18 ára, hefur orðið uppvís að fjölmörgum innbrotum að undanförnu. Þeir voru í haldi hjá lögreglunni í Keflavík í tvo sólarhringa um síðustu helgi og að sögn Halldórs Jenssonar rannsóknarlögreglumanns liggur játning fyrir. Um er að ræða fjölmörg innbrot í bíla þar sem öllu mögulegu var stolið, hjólkoppum, útvarpstækjum, hátölurum og verðmætum aukahlutum. Þá brutust þeir inn í Reykjavík, Keflavík og tvívegis í Garðinum sem er þeirra heimabær. í þessum innbrotum stálu þeir myndbandstækjum, sjónvörpum og jafnvel sjógalla svo eitthvað sé nefnt.“

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -