Victoria’s Secret-fyrirsætan Candice Swanepoel á von á sínu öðru barni með kærasta sínum, Hermann Nicoli.
Candice er komin sex mánuði á leið og fagnaði því með því að birta nektarmynd af sér á Instagram sem er afskaplega falleg.
„Eru konur ekki stórkostlegar?!“ skrifaði Candice meðal annars við myndina og taggaði ljósmyndarann Inge Fonteyne, hárgreiðslumanninn Frankie Foy og förðunarfræðinginn Mariel Barrera.
Candice hefur verið dugleg að deila myndum á Instagram á meðgöngunni, en hún eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Anacã, í október árið 2016.