Þriðjudagur 12. nóvember, 2024
7.2 C
Reykjavik

Georg prins stal senunni í skírn litla bróðurs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vilhjálmur Bretaprins og Kate, hertogynjan af Cambridge, birtu nýverið fjórar myndir úr skírn þriðja barn síns, Louis prins sem kom í heiminn fyrir tveimur mánuðum síðan.

Louis var skírður þann 9. júlí síðastliðinn og var í handgerðri eftirlíkingu af konunglega skírnarkjólnum frá árinu 1841. Móðir hans, Kate var söm við sig og klæddist hvítum kjól frá Alexander McQueen, en hún var einnig í kjól frá þeim hönnuði við skírn hinna barnanna tveggja, Charlotte og Georgs.

Meðal þeirra sem mættu í skírnina var stolti afinn Karl Bretaprins og eiginkona hans, Camilla, Pippa Middleton, systir Kate, og auðvitað hin nýgiftu Harry Bretaprins og hertogaynjan Meghan.

Myndirnar fjórar úr skírninni eru afar fallegar, en það er óneitanlega Georg prins, fjögurra ára, sem stelur algjörlega senunni með hvern grallarasvipinn á fætur öðrum. Systir hans Charlotte, þriggja ára, stóð hins vegar vörð um athöfnina sjálfa og bannaði blaðaljósmyndurum að koma inn í konunglegu kappelluna í St. James-höll, þar sem litli Louis var skírður. Systkini þurfa nú að standa saman eftir allt saman!

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -