Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Gerða Kristín er gullsmiður sem býr til hauskúpukerti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gerðu Kristínu Lárusdóttur gull og silfursmið er margt til lista lagt og hafa kerti og aðrir munir sem hún hannar og býr til, vakið verðskuldaða eftirtekt. Gerða Kristín kláraði gull og silfursmíði í Tækniskólanum árið 2018 og tók sveinspróf um vorið 2019. Hún var í læri hjá Stefáni Boga í Metal design. Gerða Kristín er einnig með sveinspróf í snyrtifræði og hefur lokið tveggja ára diploma námi frá hönnunardeild Tækniskólans.

 

Gerða Kristín Lárusdóttir

 

 

Mannlíf talaði við Gerðu Kristínu. Hún smíðar og hannar íslenskt skart en einnig hefur hún nýverið tekið upp ýmislegt annað spennandi.

 

- Auglýsing -
Akkerishringurinn er handsmíðaður úr silfri
Lace línan er hönnuð til þess að hægt sé að raða saman hringum eins og hugurinn girnist
Handsmíðaður hringur úr silfri með zirkon stein
Vera, handsmíðaður hringur úr silfri með zirkon stein
Mirra, hálsmen í ýmsum stærðum og gerðum

 

Gerða Kristín á og rekur Mint Jewelry og heldur úti heimasíðunni mintjewelry.is. Allir skartgripir Gerðu eru handsmíðaðir á Íslandi úr 925 sterling silfri og 14 kt gulli. Hún leggur aðal áherslu á klassíska og tímalausa hönnun. Meðal nýjunga hjá Gerðu Kristínu eru kerti sem hún er að framleiða úr umhverfisvænu soya- kókos vaxi og hafa þau vakið verðskuldaða athygli. Einnig hefur hún verið að steypa blómavasa, kertastjaka og skúlptúra. Gerða heldur einnig úti síðu á Facebook sem má skoða hér.

Hauskúpukertin eru mjög vönduð og fást í nokkrum litum
Öll kertin eru búin til úr soya – kókos vaxi

 

- Auglýsing -

Mjög mikilvægt er að styðja við íslenska framleiðslu sem er flest einstök og falleg. Við viljum ekki láta stéttir eins og gullsmiði deyja út hér á Íslandi, það væri sorglega staða. Samkeppnin er mikil og mikið er flutt inn af skartgripum. Fólk er svo í auknum mæli farið að panta erlendis frá sjálft sem er auðvitað allt í góðu en það þarf samt að muna eftir því íslenska líka.

Skemmtilegar nýjungar kertastjakar, blómavasar, skúlptúrar og kerti
Kertin fást í nokkum útfærslum og þykja mjög falleg

 

Mannlíf styður íslenska hönnun og list og ef þú hefur ábendingu um hönnuð/listamann sendu þá póst á [email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -