Gerður Berndsen, baráttukona lést í gær eftir heilablæðingu um miðjan mánuðinn.
Gerður barðist í rúm 20 ár fyrir réttlæti vegna dóttur sinnar Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur sem var myrt við Engihjalla 27. maí árið 2000.
Áslaug lést eftir að henni var kastað fram af svölum á 10. hæð í Engihjalla 9. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og var maðurinn sem varð Áslaugu að bana dæmdur í 14 ára fangelsi. Dómurinn var síðan þyngdur um 2 ár en Gerður var alla tíð ósátt við dóminn og vildi að málið yrði tekið upp að nýju.
Gerður lýsti í fjölmiðlum baráttu sinni við íslenska réttarkerfið en hún var mjög ósátt við að morðingi dóttur sinnar hafi aðeins verið ákærður fyrir morðið en ekki fyrir að hafa nauðgað Áslaugu. Lögregluskýrslur höfðu sterklega bent til nauðgunar.