- Auglýsing -
Gervijökull veitir vatn í Himalaja.
Í Ladakh eyðimörkinni í Himalajafjöllum rignir nánast aldrei, þannig að íbúarnir eru algjörlega háðir bræðsluvatni frá jöklum.
Hlýnun jarðar veldur því að jöklar dragast saman en íbúar hafa fundið lausn.
Síðla sumars safna þeir bræðsluvatni í lagnir neðanjarðar og á nóttunni, þegar hitastigið fer undir frostmark, er vatninu úðað yfir hvelfingalaga mannvirki.
Afleiðingin er allt að 50 m hár gervijökull sem losar vatn allt sumarið.
Myndin var meðal sigurvegara World Press Photo keppninnar.