Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Gestir BAFTA hvattir til að klæðast notuðum fötum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

BAFTA-verðlaunahátíðin, bresku kvikmyndaverðlaunin, fór fram í 73. sinn í gær í Royal Albert Hall í London í Bretlandi. Skipuleggjendur hátíðarinnar lögðu mikla áherslu á að fara umhverfisvænar leiðir í hátíðarhöldunum og hvöttu þess vegna gesti til að mæta í notuðum fötum á hátíðina í stað þess að kaupa ný föt.

Gestir BAFTA fengu leiðarvísir fyrir hátíðina sem nemendur við London Collega of Fashion útbjuggu. Í leiðarvísinum eru gestir beðnir um að klæðast einhverju sem þeir eiga nú þegar inni í fataskáp eða fá föt lánuð eða leigð í stað þess að kaupa ný föt og draga þannig úr kolefnisspori. Þessu er sagt frá á Independent.

Í leiðarvísinum sem um ræðir var þá að finna lista yfir fataleigur á borð við Hurr Collective, By Rotation og My Wardrobe. Í leiðarvísinum var einnig að finna lista yfir fatahönnuði sem nota umhverfisvæn efni í hönnun sína.

Þessi boðskapur BAFTA virðist hafa lagst vel í gesti. Sjónvarpskonan Laura Whitmore hrósaði t.d. skipuleggjendum hátíðarinnar fyrir framtakið á Instagram og birti í leiðinni nokkrar myndir af sér í fötum sem hún hefur fengið að láni fyrir BAFTA í gegnum árin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -