Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Getur kynlíf hjálpað þér í vinnunni?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Algengasta umkvörtunarefnið í kynlífsráðgjöf er að fólk gefur sér ekki tíma til kynlífs. Það eru önnur hlutverk sem trompa alltaf það að gefa sér tíma til að hlúa að sambandinu og að stunda kynlíf. Þegar nánar er athugað þá truflar vinnan oft kynlífið, en gæti það truflað vinnuna að stunda ekki kynlíf?

Nú þykir það sjálfsagt og jafnvel forréttindi í vinnu að vinnuveitandi greiðir fyrir síma og net starfsmanna. Fólk upplifir sig þá oftar en ekki skuldbundið til að svara í síma eða tölvupósti utan vinnutíma. Í fyrstu héldum við að þetta væri öllum til góða en núna eru aðrar blikur á lofti. Rannsóknir á því hvernig við náum jafnvægi milli vinnu og heimilis sýna að betra kynlíf heima fyrir skilar afkastameiri og hamingjusamari starfsmönnum.

Þeir sem setja kynlíf í forgang heima fyrir fá ákveðið forskot í vinnu daginn eftir. Það eykur afköst og ánægju með vinnuna að stunda kynlíf daginn fyrir vinnudag. Það er oft grínast með það að fólk sé hressara og glaðara eftir að það hefur stundað kynlíf en öllu gamni fylgir einhver alvara. Það að hlúa að ástarsambandinu sínu og iðka kynheilbrigði gerir starfsmenn hamingjusamari og þeir vinna betur. Þetta er fullkomið dæmi um tvær flugur í einu höggi, bæði starfsmaðurinn og vinnuveitandinn græða.

Það hefur hins vegar neikvæð áhrif á kynlífið ef fólk tekur vinnuálag með sér heim. Ef fólk er að svara tölvupósti eða símtölum utan vinnutíma verður það oft á kostnað kynlífsins. Það hefur síðan neikvæð áhrif á afköst í vinnunni daginn eftir.

Kynlíf losar dópamín og oxytocin, sem eru taugaboðefni sem hafa jákvæð áhrif á skap og styrkja tengsl okkar við aðra. Kynlíf virkar því sem náttúrulegur gleðigjafi og áhrifin vara í að minnsta kosti sólarhring. Þessi jákvæðu áhrif virka óháð kyni, hjónabandshamingju og svefni. En hjónabandshamingja og svefn eru algengir mælikvarðar á líðan okkar.

Það er til mikils að vinna ef við setjum það inn í stundaskrána okkar að stunda kynlíf og hlúa að sambandinu. Það er ekki bara hjálplegt til að viðhalda mannkyninu og heilbrigði heldur líka til að ná meiri árangri í vinnu. Fyrirtæki geta þannig sýnt samfélagslega ábyrgð með því að hvetja fólk til að skilja vinnuna eftir í vinnunni og fara heim til að sinna lífinu. Jafnvel geta fyrirtæki gengið enn lengra og sett það á stefnuskrá sína að auka jafnvægi milli heimilis og vinnu. Ég mæli þó ekki með því að yfirmenn hvetji fólk beint til að stunda kynlíf þegar heim er komið. Slíkt gæti orkað tvímælis.

Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur hjá Domus Mentis geðheilsustöð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -