Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Getur verið að rikistjórnarviðræðurnar sigli í strand út af Covid-aðgerðunum?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Ríkisstjórnin samþykkti í gær nýjar og hertar samkomutakmarkanir vegna COVID-19. Fimmtíu mega framvegis koma saman en 500 þar sem hraðprófa er krafist. Afgreiðslutími veitingastaða verður styttur um klukkustund. Sundstaðir og líkamsræktarstöðvar mega taka á móti 75 prósentum af leyfilegum hámarksfjölda. Aðgerðirnar taka gildi á miðnætti og gilda í þrjár vikur.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að það sé umhugsunarefni að enn sé verið að halda uppi umfangsmiklum sóttvarnaráðstöfunum hér á landi út af COVID-19. Sérstaklega þegar horft er til þess að flestir sem sýkjast verði ekki alvarlega veikir.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að það séu vonbrigði að aftur hafi þurft að herða aðgerðir.

Í minnisblaði sóttvarnalæknis er vísað til þess að vaxandi fjöldi smita hafi skapað mikið álag á Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild. Starfsemi rakningateymis sé í uppnámi og farsóttarhús við það að fyllast.

„En ég er hugsi yfir því að þegar 20 mánuðir eru liðnir af þessu tímabili þar sem að lang lang flestir verða ekki veikir, ekki alvarlega veikir, að við séum enn þá með svona umfangsmikið kerfi þegar kemur að smitrakningu, sóttkví, eftirliti og öllu slíku að nú erum við að grípa til ráðstafana vegna þess að við ráðum ekki við það verkefni. Það er fyrirkomulag sem löndin í kringum okkur eru ekki að viðhafa. Börn eru ekki að fara í sóttkví almennt. Allavega ekki í sama mæli og við erum með hér, smitrakning er ekki sambærileg heldur,“ segir Þórdís.

Hún segist skilja að þetta hafi ekki verið léttvæg ákvörðun fyrir heilbrigðisráðherra.

„Ég horfi til landa í kringum okkur þar sem að við erum komin í aðgerðir sem að ég finn engan stað neins staðar annars staðar. Við erum með besta bólusetningarhlutfall, eða með þeim betri, í veröldinni. En það er mat manna að spítalinn ráði ekki við verkefnið eins og það er. Og þá er það ábyrgðarhluti að bregðast við því. Þetta er tillaga heilbrigðisráðherra og ákvörðun heilbrigðisráðherra. Það skiptir máli að sýna samstöðu og trúa því að þriðja sprautan komi okkur út úr þessu,“ segir Þórdís.

Smelltu hér til að lesa brakandi feskt helgarblaðið eða flettu því hér fyrir neðan:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -