Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur handtekið Ghislaine Maxwell. Þetta kemur fram á vef BBC. Maxwell var vinkona auðjöfursins og kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og hefur verið kölluð hægri hönd hans og aðstoðarkona.
Maxwell er handtekin í tengslum við rannsókn á máli Epstein, sem er sakaður um mansal og misnotkun, en hún er grunuð um að hafa aðstoðað Epstein við að lokka konur í gildrur hans. Hún segist ekki hafa haft vitneskju um brot Epstein.
Virginia Giuffre, ein þeirra kvenna sem sakar Epstein um kynferðisofbeldi og mansal, segir það hafi verið Maxwell sem gaf sér skipanir fyrir hönd Epstein.
Giuffre sakar Andrew hertoga af York Epstein og vin Epstein um nauðgun. Í viðtali við þáttinn Panorama í fyrra lýsti Giuffre því m.a. hversu ógeðfellt henni þótti að dansa við hertogann á næturklúbbi áður en þau fóru á heimili Maxwell. Hún segir að í bíl á leið heim til Maxwell hafi hún sagt henni hvað hún þyrfti að gera fyrir prinsinn. Andrés hefur ávallt neitað sök.
Sjá einnig: „Bara annað okkar er að segja satt“