Maja og Patrick eru hugfangin af Íslandi þannig að þegar þau ákváðu að gifta sig voru þau staðráðin í því að ganga í það heilaga hér á landi.
„Það var ómögulegt að bjóða öllum þar sem fjölskyldur okkar eru dreifðar um allan heim (Í Kína, Þýskalandi og Bretlandi) þannig að lítil athöfn og veisla virtist vera sanngjarnasta leiðin,“ segja hjónin í viðtali við vefmiðilinn Popsugar.
Með greininni fylgja fallegar brúðkaupsmyndir af hjónunum, sem teknar voru af M&J Studios, og virðast þau hafa ferðast um suðurströndina þvera og endilanga til að taka myndir, meðal annars við Skógafoss og í Reynisfjöru.
„Ísland var hinn fullkomni staður,“ segja hjónin og bæta við að þau séu búin að plana aðra Íslandsheimsókn.
„Við getum ekki beðið eftir því að koma aftur.“
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum sem teknar voru á brúðkaupsdaginn, en fleiri myndir má sjá á Popsugar.
Myndir / M&J Studios