Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Giftu sig á vökudeildinni hjá veikri dóttur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rubia Ferreira og Tyler Campbell áttu von á sínu fyrsta barni og flugu á heimaslóðir í Alabama í Bandaríkjunum frá Okinawa í Japan, þar sem þau eru búsett, til að vera með fjölskyldunni áður en barnið kæmi í heiminn. Þegar þau eyddu gæðatíma með vinum og fjölskyldu í nóvember síðastliðnum byrjaði Rubia að finna til í maganum. Læknar sögðu að hún þyrfti að fara í bráðakeisara og kom barnið þeirra Tyler í heiminn eftir aðeins 24 vikna meðgöngu.

Litla hnátan tók þátt.

Rubia og Tyler eignuðust stúlku, sem heitir Kaelin, og parið eyddi næstu fimm mánuðum með henni á vökudeildinni þar sem Kaelin litla var með krónískan lungnasjúkdóm sem heitir lungnaháþrýstingur. Parið vissi að þau vildu gifta sig fyrr en síðar og ætluðu upprunalega að gifta sig á strönd í Okinawa. Síðan fengu þau þá hugmynd að hafa athöfnina í sjúkraherbergi dótturinnar í staðinn.

Skemmtileg hugmynd.

„Við vissum að við vildum ekki bíða lengur og við vildum að dóttir okkar yrði viðstödd,“ segir Tyler í samtali við Cosmopolitan og bætir við:

„Okkur fannst vera svalt að hafa brúðkaupið í herbergi Kaelin en við bjuggumst aldrei við því að það gæti gerst.“

Barnalæknirinn var í mikilvægu hlutverki á stóra daginn.

Parið fékk dyggan stuðning og hjálp frá starfsfólki spítalans og gekk barnalæknir Kaelin meira að segja með Rubiu upp að „altarinu“. Athöfnin átti sér stað á sjálfan Valentínusardaginn.

Rubia með hjúkrunarkonu.

„Það skipti okkur svo miklu máli að deila þessum tímamótum með nýju fjölskyldunni okkar hér,“ segir Rubia, en þau Tyler vona að þau geti snúið aftur til Okinawa í lok sumars þegar Kaelin verður útskrifuð.

Sátt og ástfangin.

Myndir / University of Alabama Birmingham

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -