Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

„Gífurlega mikið af verðmætu efni sem við munum fara yfir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín mun halda fyrirlestur undir yfirskriftinni LIFE MASTERCLASS III: Komdu Þér Á Framfæri í Hörpu á morgun.

Alda Karen ætlar að fræða fólk um hverju og hvernig maður kemur sér á framfæri. Alda hefur þá fengið fjóra fyrirlesara til liðs við sig sem munu einnig halda fyrirlestra, það eru Guada Stewart, Emily Knesevitch, Sydney Lai og Marisa Peer. Marisa mun halda fyrirlestur í gegnum Skype.

Alda ásamt fyrirlesurunum sem koma fram í Hörpu á morgun. Mynd / Adam Wamsley

Alda viðurkennir að það sé alltaf svolítið taugatrekkjandi tilhugsun að halda stóran fyrirlestur sem þennan en hún segir stressið hjálpa sér. „Life Masterclass III leggst mjög vel í mig enda er þetta gífurlega mikið af verðmætu efni sem við munum fara yfir. Það er mikið þarna sem ég er sjálf mjög spennt að læra og nýta mér í framtíðinni fyrir minn feril.

Ég finn alltaf fyrir smá stressi fyrir allt sem ég geri en það er þá sem ég veit líka að ég á að vera gera það. Það væri verra ef ég fyndi ekki fyrir stressi,“ útskýrir Alda. Hún bætir við að hún tækli stress með því að hafa nóg fyrir stafni,  gera öndunaræfingar og forðast að taka sig of alvarlega.

„Stundum græt ég, stundum hlæ ég, ofanda og geri bara hvað sem ég finn að ég þarf að gera til að losa um.“

„Ef ég er mjög tilfinninganæm og suma daga þegar ég er stressuð þá tek ég einn lífslykil sem heitir tilfinningastundir. Þá stilli ég klukkuna í símanum þannig að hún hringi eftir tvo tíma og í þessa tvo tíma að þá leyfi ég mér að vera algjört fórnarlamb og upplifa allar tilfinningarnar sem ég hef innra með mér. Stundum græt ég, stundum hlæ ég, ofanda og geri bara hvað sem ég finn að ég þarf að gera til að losa um. Svo um leið og klukkan hringir að þá dett ég í lærdómsgírinn og skrifa niður allt það versta sem gæti gerst, sætti mig svo við það, finn lausnir við ímyndaða vandanum og sætti mig svo við að ég er ekki við stjórnvöllinn og treysti því að heimurinn gefi mér allt sem ég þarf, þegar ég þarf mest á því að halda,“ segir Alda.

Þétt dagskrá framundan hjá fyrirlesurunum frá New York

- Auglýsing -

Þær Guada, Emily og Sydney, konurnar sem halda fyrirlestra ásamt Öldu á morgun, komu til landsins í morgun með flugi á New York. Alda segir þær vera með langan lista yfir hluti sem þær langar að gera á Íslandi.

„Þær lentu í morgun á Keflavíkurflugvelli í miðjum snjóstormi. Það fyrsta sem þær sögðu var að þetta væri nákvæmlega það sem þær áttu von á. Að sjá ekkert nema hvítt. Þær skruppu svo í Bláa lónið og þá gleymdist alveg hvað veðrið var vont. Þær elskuðu að synda um í lóninu og fara í gufu inni í helli enda allt konur sem ólust upp í stórborgum svo það er auðvelt verk fyrir náttúruna að ná þeim á sitt band. Þær, eins og svo margir aðrir, hafa lengi ætlað að kíkja til Íslands þannig að það er þétt dagskrá framundan. Þær vilja ná að skoða alla helstu túristastaðina og fossana áður en gráa lífið í New York tekur við aftur á mánudaginn,“ segir Alda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -