Þriðjudagur 7. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Gígurinn stefnir í að verða hæsta fjall Reykjaness- Myndi gnæfa yfir Keili og Grænudyngju

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýja fjallið sem er að rísa undan gosgígnum í Geldingadölum stefnir að óbreyttu í að verða hæst fjalla á Reykjanesi. Gígurinn er kominn upp í 334 metra yfir sjávarmáli og vantar því aðeins 20 metra til að toppa nágrannann, Stóra Hrút sem er 354 metrar að hæð. Hæsta fjall á svæðinu er Grænadyngja sem er 393 metrar að hæð. Höfuðdjásn Reykjaness, Keilir, mælist vera 383 metrar að hæð eða samsvarndi hæsta tindi Fagradalsfjalls. Trölladyngja rís 375 metar yfir sjávarmáli. Með svipuðu framhaldi mun Gemlingur, eins og smur kalla tindinn til heiðurs Stóra Hrúti, verða hæsta fjallið á svæðinu og í rauninni veit enginn hvar þessi ósköp enda. Fjöll á borð við Skjaldbreið urðu einmitt til í gosi.

Undanfarinn mánuð hefur hraunið staflast meira upp í stað þess að leita leiða niður eftir svæðinu. Geldingadalir eru þegar fullir og vel hefur safnast í Merardali. Þá hefur mikið hraun safnast í Nátthaga þangað sem mikill hraunelfur rennur.

Haldi þessi þróun áfram næstu mánuðina mun landslag Reykjaness gjörbreytast. Reyndar hefur það þegar breyst þar sem sjá má hinn nýja tind víða að á Reykjanesi. En það getur enginn séð fyrir framvinduna. Gosið gæti allt eins stöðvast á næstunni og Stóri Hrútur, Keilir og Grænadyngja haldið hæðarmetum sínum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -