Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Gillz lá fyrir dauðanum: „Þið megið bara búast við því að hann sé að fara“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lína Birgitta Sigurðardóttir áhrifavaldur, Gurrý Jónsdóttir, líka áhrifavaldur, og Sólrún Diego, jú, áhrifavaldur, halda úti hlaðvarpinu Spjallið.

Í nýja þættinum töluðu stöllurnar þrjár um erfiða lífsreynslu sína, og við grípum niður í sögu Gurrýjar, en það er DV sem greindi fyrst frá.

Gurrý, sem er eiginkona Egils Einarssonar, Gillz, segir frá því þegar fékk bráðaheilahimnubólgu.

Hún vildi deila sögunni með hlustendum, sem og hún gerði.

Fjallar frásögnin um það þegar Egill, eða Gillz eins og hann er alltaf kallaður, fékk bráðaheilahimnubólgu:

„Þetta er heilahimnubólga sem þú getur dáið úr strax. Mjög krípí.“

- Auglýsing -

Veikindi Gillz komu upp fyrir tíu árum; kvöldið áður höfðu Gurrý og Egill verið að djamma ásamt vinum sínum; daginn eftir vaknaði Egill með hausverk, en þetta var hins vegar ekki þynnkan eins og Gurrý hélt í fyrstu.

Mamma Gurrýjar er hjúkrunarfræðingur og kom hún til þeirra í heimsókn til að líta á Gillz, eftir að Gurrý sagði henni frá vanlíðan hans:

„Þá er ekki allt með felldu þegar mamma kemur. Þetta gerist mjög hratt. Mamma hringir strax á læknavaktina og lýsti því sem var í gangi. Þá var hann meðvitundarlaus; læknirinn segir henni að hringja strax á sjúkrabíl,“ segir Gurrý og bætir við:

- Auglýsing -

„Þarna áttuðum við okkur á því að hann væri meira en bara þunnur. Þú heldur aldrei að svona sé að fara að gerast fyrir þig. Þú ert einhvern veginn í blóma lífsins og pælir ekki í því að eitthvað alvarlegt gæti gerst.“

Hlutirnir í kjölfarið gerðust hratt og skömmu síðar var Gillz Egill fluttur með hraði á sjúkrabíl á spítalann:

„Ég sé án gríns tuttugu starfsmenn yfir manninum og maður fær ekki að vita neitt og svo kemur einhver læknir þarna sem segir: „Eins gott þið komuð með hann núna.“

„Síðan verður þetta það alvarlegt að hann er settur inn á gjörgæslu,“segir Gurrý og bætir við:

„Þetta var svo óþægilegt því læknirinn kallar okkur fjölskyldu hans, mamma hans og pabbi voru komin inn í eitthvað aðstandendaherbergi og segir bara við okkur:

„Þið megið bara búast við því að hann sé að fara.“ Bara ha? Við vorum út að borða í gær, hann sagðist vera með hausverk og dettur út og er svo kominn inn á gjörgæslu. Ég gjörsamlega trylltist.“

Eftir nokkra daga á gjörgæslu var Gillz „svo færður á eðlilega deild og hann var í þrjár vikur á spítala. Ég ætla ekki að segja að hann þurfti að læra að labba aftur en það var rosa erfitt fyrir hann að byrja að labba aftur. Hann var bara móður.“

Gurrý segir að þessi hrikalega lífsreynsla hefði gefið henni nýtt sjónarhorn á lífið og tilveruna:

„Þetta var ógeðslega erfitt tímabil.“

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -