Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.7 C
Reykjavik

Gína í hjólastól vekur lukku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gluggauppstilling brúðarkjólabúðarinnar The White Collection Bridal Boutique hefur vakið mikla athygli.

Eigendur brúðarkjólabúðarinnar The White Collection Bridal Boutique í Bristol í Englandi hafa fengið mikið hrós fyrir gluggauppstillingu sem sjá má í einum glugga verslunarinnar. Þar er gína höfð í hjólastól.

Það var Beth Wilson sem vakti athygli á gluggauppstillingunni á Twitter en Wilson hefur þurft að nota hjólastól undanfarin fimm ár. Í Twitter-færslunni greindi hún frá að þetta í fyrsta sinn sem hún sér gínu hafða í hjólastól. Færsla Wilson hefur vakið mikla athygli og lukku.

Í viðtali við The Independent segir Wilson að þessu gluggauppstilling hafi hreyft við henni.

„Ég held að flest fólk sem notar hjólastól upplifi slæmt aðgengi þegar það fer út, ég veit að ég upplifi það nánast alltaf þegar ég fer eitthvað. Heimurinn er ekki hannaður fyrir okkur,“ sagði hún.

Í grein The Independent kemur fram að 13,9 milljónir manna í Bretlandi noti hjólastól. En að sögn Wilson er þessi hópur oftar en ekki hunsaður. „Oft líður fólki í hjólastól eins og það sé ósýnilegt,“ sagði Wilson. Hún tók þá fram að hún var sérstaklega glöð að sjá að hjólastóllinn sjálfur hafði verið skreyttur með grænum laufum.

- Auglýsing -

Þegar annar eigandi verslunarinnar, Laura Allen, var spurð út í þessa ákvörðun eigendanna um að hafa gínuna í hjólastól sagðist hún ekki hafa hugsað mikið út í þetta, að henni hafi einfaldlega fundist þetta sjálfsagt.

Myndir / Beth Wilson / The White Collection Bridal Boutique

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -