Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Gísla dreymdi um að verða bóndi: „Harkaði sumrin af mér með hor niður að hné og hita.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn af gersemum Íslands á afmæli í dag. Það er hinn vinsæli sjónvarpsmaður og aðal veislustjóri landsins, Gísli Einarsson. Er þessi bráðskemmtilegi maður fæddur á þessum degi árið 1967.

Afmælisbarn dagsins er þekktur fyrir sagnasnilld sína og alþýðlegt viðmót en hann hefur um árabil stjórnað sjónvarpsþættinum Landinn þar sem hann og samstarfsfólk hans ferðast um landið og gefa áhorfendum innsýn inn í lífið á landsbyggðinni.

Gísli er frá Lundi í Lundarreykjadal í Borgarfirði en hann langaði sem barn að verða bóndi en raunin varð önnur en Gísli er með slæmt frjóofnæmi. Í viðtali við DV fyrir nokkrum árum talaði hann um þennan gamla draum sinn;

„Eins og aðrir strákar í sveitinni langaði mig að verða bóndi en það kom ekki til greina. Ég var haldinn svo miklu frjókornaofnæmi að sumrin fóru illa með mig. Öfugt við krakka sem sendir voru í sveit á sumrin þá var ég sendur úr sveit, til ömmu og afa í Reykjavík. En þegar ég var orðinn nógu gamall til að gera gagn þá beit ég á jaxlinn og harkaði sumrin af mér, með hor niður að hné og hita.“

Mannlíf óskar Gísla innilega til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -