Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Gísli á ekki orð yfir Sjálfstæðisflokknum: „Fólk situr við götuna og drekkur kaffi og bjór“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjónvarpsmaðurinn og veitingahúsarekandinn Gísli Marteinn Baldursson er síður en svo sáttur með Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Segir hann flokkinn vera á móti því að ökuhraði bíla inni í hverfum borgarinnar sé lækkaður.

„Ég get ekki orða bundist vegna umræðu um lækkun umferðarhraða í hverfum, þar sem því er haldið fram að lækkun hraða á Hofsvallagötu hafi skapað einhverskonar ófremdarástand hér í hverfinu. Staðreyndin er þveröfug: Lægri hraði á Hofsvallagötu hefur gert hverfið öruggara og betra. Það er minni loftmengun og hávaðamengun, það er miklu meira mannlíf í götunni og fólk situr úti við götuna og drekkur kaffi og bjór og borðar kruðerí og hamborgara beggja vegna hennar,“ skrifar Gísli Marteinn í færslu á Facebook.

Segir hann það einnig vera algjöra rangfærslu að umferð hafi aukist í nærliggjandi íbúagötum. Þvert á móti hafi nákvæmar talningar bent til þess að það hafi ekki gerst.

„Foreldrar sem senda börnin sín í skóla eða frístundir yfir Vesturberg, Sundlaugaveg, Snorrabraut, Réttarholtsveg eða Hallsveg eru alveg áreiðanlega ekki sammála XD um að meiri og hraðari bílaumferð sé betri.“

Gísli segir íbúa hverfisins mjög ánægða með breytingarnar sem gerðar voru á Hofsvallagötu árið 2013. Umferðaröryggi sé meira, börnum sé treyst til að fara sjálf um hverfið, mengun sé minni, hávaði frá umferð minni og mannlíf í götunni margfalt meira en það hafi verið fyrir breytingarnar.

„Það verður að teljast með ólíkindum að stjórnmálaflokkur ákveði að vera á móti þessari þróun og taka hana sem dæmi um víti til að varast!“

- Auglýsing -

Hann segist jafn framt sannfærður um að önnur hverfi myndu njóta góðs af minni umferð og skrifar að lokum: „Enda er það mín reynsla af borgarmálum að íbúar ALLRA hverfa í borginni vilja rólegri bílaumferð, aukið öryggi, minni mengun og meira mannlíf. Það að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hamast gegn þeirri stefnu veldur miklum vonbrigðum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -