Gísli nokkur er ekki hrifinn af breytingunum sem gerðar hafa verið á Kókómjólk. Hann tjáir sig um það inn á Facebook hópnum Matartips.
„Ljóta helvítis umhverfis…. núna er kókómjólk kominn með bréfrör í staðinn fyrir plaströr. Finnst bragðið skila sér illa í bréfrörinu auk þess að þetta rör mýkist upp. Fá plastið aftur!!“ segir Gísli og fá ummæli hans töluverðan meðbyr.
Fólk hefur tekið mjög misjafnlega í breytingar á umbúðum matvæla í tengslum við umhverfissjónarmið og reglur. Mannlíf fjallaði einmitt um eitt slíkt máli í gær.
Fólk hefur skoðanir á málinu
Undir færslu Gísla eru komin hvorki meira né minna en 231 umsögn svo það er ljóst að margir hafa skoðun á breytingunum. Mjög margir eru sammála honum svo eru enn aðrir að ráðleggja honum hvernig hann getur leyst vandamálið. Svo eru það þeir sem hafa umhverfisverndarsjónarmið eins og Kristófer sem segir: „Hvernig heldurðu að jörðinni finnist bragðið af öllum plast rörunum sem þú hefur notað yfir ævina? …. því þau eru Öll enn þá til ……. bara hanna þetta rör betur eða helltu þessu í glas ! Eða finndu bara fyrsta rörið sem þú notaðir í 1. bekk og notaðu það aftur! Kær kveðja: H2o“. Svandís segir þetta: „Ég ætla að stelast í þessa umræðu og spyr hvort einhver hafi séð svona lítil stálrör einhvers staðar? Best að venja sig bara á að vera með endurnýtanleg rör og skeiðar í veskinu/ bílnum (því það er EKKI hægt að borða ís með tréskeið *hrollur*)“.
Öll ummælin má lesa hér.