Mánudagur 6. janúar, 2025
-4 C
Reykjavik

„Gísli er Gísli og hann er gangandi kraftaverk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gísli Már Helgason var 12 ára gamall þegar faðir hans lést af slysförum. Bugaður af sorg fullorðnaðist hann hratt, og fimm árum seinna þegar miðill sagðist vera með skilaboð frá föður hans að handan ákvað unglingurinn að treysta því.  Í stað þess að bera skilaboð frá látnum föður segir Gísli miðilinn hafa brotið á sér, og það hafi markað líf hans. Mörgum árum síðar reyndi hann sjálfsvíg og í margar vikur var honum vart hugað líf.

Í viðtali við Mannlíf segir Gísli frá föðurmissinum, dómi yfir geranda, sjálfsvígstilrauninni, og sálarfriðnum og ástinni sem hann býr að í dag.

Sjá einnig: Inga birtir sláandi myndir af Gísla Má berjast fyrir lífi sínu: „Ég ákvað greinilega að besta leiðin væri að deyja“

Inga Sæland
Mynd / Hallur Karlsson

„Gísli er Gísli og hann er gangandi kraftaverk“

Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, hefur komið fram og fjallað um mál Gísla, eftir að dómur féll yfir Þórhalli. Inga er föðursystir Gísla og sú fyrsta sem hann trúði fyrir fundi þeirra Þórhalls.

„Hann er búinn að skila skömminni og vill koma fram og segja sögu sína,“ sagði Inga í viðtali við útvarpsþáttinn Bítið á Bylgjunni miðvikudaginn 10. júní.

- Auglýsing -

Inga rekur kynni og samskipti Gísla og Þórhalls, en hún segir hann hafa verið fjölskyldunni mikill stuðningur eftir að bróðir hennar, faðir Gísla, lést.

Hún segir aðferðir Þórhalls við að „koma skilaboðunum áfram“ hafa verið undarlegar. „Það þurfti að nudda hann [Gísla] og strjúka voða mikið og opna allar rásir svo að pabbi ætti betra aðgengi að honum,“ segir Inga og bætir við að Þórhallur hafi sagt frænda hennar að faðir hans stæði fyrir aftan hann. „Það þarf ekkert meira frá því að segja að hann hreinlega fer niður á drenginn og fróaði honum í ofanálag. Þetta var það mikil slökun sem hann þurfti á að halda til þess að pabbi hans kæmist til hans … Eftir það var þessi litli strákur bara flak. Við vissum náttúrlega ekki neitt, fjölskyldan. Þöggunartaktíkin sem hér hefur ríkt alltaf var náttúrlega algjör.“

Sjá einnig: „Pabbi er alltaf með mér“

- Auglýsing -

Rauf þögnina 12 árum seinna

Inga segir að tólf árum seinna hafi Gísli hringt í hana hágrátandi um miðja nótt og sagt henni frá. „Þá var hann tilbúinn að tala og sagðist vilja kæra hann [Þórhall]. Ég sagðist geta hjálpað honum, sem ég og gerði, var komin með lögmann og þetta var að fara í þetta ferli á þessum tíma. Þá brotnaði hann alveg niður aftur og treysti sér ekki til að standa í þessu og bara vildi það ekki.“

Gísli reyndi síðan að svipta sig lífi nokkrum árum seinna. „Ég man ekki hvort þetta voru átta vikur, honum var haldið í öndunarvél og móðir hans kom frá Danmörku þarna strax. Þeir voru með hann í öndunarvélinni bara til þess að halda honum gangandi á meðan hún væri að kveðja hann. Það voru þau skilaboð sem við fengum. Viðbótarskilaboðin voru þau að þegar virtist vera eitthvað líf með honum væri þetta ekkert hann. Í dag erum við þakklát fyrir að Gísli er Gísli og hann er gangandi kraftaverk.“

Inga skrifaði færslu á Facebook um Gísla, og birti myndir af honum berjast fyrir lífi sínu eftir sjálfsvígstilraunina. Inga segist hafa skrifað færsluna í kjölfar dómsins yfir Þórhalli, en segist ekki hafa haft geð í sér til þess að lesa dóminn. Hún segir Gísla og móður hans hafa fagnað niðurstöðunni meðal annars með færslum á samfélagsmiðlum.

„Vikum saman var honum haldið sofandi í öndunarvél á milli heims og helju og fjöslkyldan undirbúin undir það versta. Sammfallin lungu og öll líkamsstarfssemi hætt og hann í raun dáinn það lengi að okkur var gefin engin von um að hann kæmi til baka. Þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum allar þessar raunir,orðinn að beinagrind sem þurfti að gangast undir langa endurhæfingu er Gísli hetja og gangandi kraftaverk í dag. Loksins er Þórhallur Guðmundsson á leið bak við lást og slá þar sem okkur öllum í fjölskyldunni finnst hann eiga heima og hvergi annars staðar,“ segir Inga í færslu sinni.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið, númerið er ókeypis og opið allan sólarhringinn.
Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun.

Lestu nánar um málið í Mannlífi

Lestu viðtalið við Gísla í Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -