Netverjar þreytast ekki á að velta sér upp úr því hvað sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson er unglegur. Um þessar mundir vekur samsett mynd mikla lukku á Twitter. Myndin sýnir annars vegar Gísla Martein árið 1992 og hins vegar Gísla Martein árið 2020.
Hildur Lillendal Viggósdóttir er ein þeirra sem vekur athygli á málinu. Hún skrifar við myndina: „Það er ekkert eðlilegt við þetta. Bara ekkert.“.
Einhver veltir þá upp möguleikanum hvort Gísli sé í raun vampíra. Annar segir Gísla sofa í formalíni.
Kristinn Þór Sigurjónsson grínast þá með að hlutverk Gísla sé einfaldlega það að láta fólki sem er fætt sama ár og hann líða illa með sjálft sig.
Gísli sjálfur skrifar þá athugasemd við myndirnar og segir manninn á myndinni svo sannarlega vera að eldast. „Gamli maðurinn á myndinni til hægri finnur svo sannarlega fyrir aldrinum og finnst það blasa við,“ skrifar hann.
1992 og 2020. Það er ekkert eðlilegt við þetta. Bara ekkert. pic.twitter.com/UHjiadoUrl
— Hildur ♀ (@hillldur) January 27, 2020