Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Gísli fjarlægður af vef Sjálfstæðisflokksins í skjóli nætur – Fall gulldrengs flokksins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Öll ummerki um Gísla Hauksson, annar stofnenda GAMMA, hafa verið fjarlægð af vef Sjálfstæðisflokksins. Þetta virðist hafa gerst í skjóli nætur því hann var fyrir einungis mánuði skráður samviskusamlega sem nefndarmaður í miðstjórn flokksins, sem ber ábyrgð á öllu innra starfi flokksins. Gísli var auk þess formaður fjármálaráðs og því ljóst að ítök hans í flokknum voru umtalsverð.

Líkt og greint var frá í morgun þá hefur Gísli verið kærður til lög­regl­u fyr­ir meinta lífs­hætt­u­leg­a árás á fyrrverandi sambýliskonu. Umrætt atvik á að hafa átt sér stað í vor á þá sameiginlegu heimili þeirra. Gísli er sakaður um að hafa tekið konuna kyrkingartaki og þrengt hættulega fast að hálsi hennar.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Sjálfstæðisflokkurinn reynir að hreinsa sig af tengslum við áhrifamenna sem síðar eru sakaðir um gróf brot. Fyrir um tveimur árum þá var nafn barnaníðingsins Þorsteins Halldórssonar fjarlægt af vef flokksins. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi en Landsréttur stytti dóminn síðasta vor í fimm og hálfs árs fangelsi.

Samanborið við Gísla þá var Þorsteinn þó harla áhrifamaður. Gísli er raunar svo nátengdur flokknum að það hafði áhrif á rekstur GAMMA. Stundin fjallaði um það í fyrra hvernig GAMMA hafi raunar verið líkari áróðurshugveitu en fyrirtæki undir stjórn Gísla. Allir helstu starfsmenn störfuðu fyrir flokkinn og til að mynda veitti fyrirtækið Gísla Frey Valdórssyni, sem var dæmdur fyrir Lekamálið, skjól þegar litla vinnu var að finna.

Gísli sat í stjórn SUS á árunum 2001 til 2003. Um áratugi síðar tók hann svo við verðlaunum, svokölluð frelsisverðlaun, frá ungliðum flokksins. Það var fyrir hönd hugveitu Hannesar Hólmsteins Gissuarsonar, sem kallast Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt. Gísli var stoð Hannesar og stytta hvað það varðar.

Í stjórn þessarar hugveitu sáttu í fyrra, ásamt Gísla, þegar Stundin fjallaði um hana: Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, Jónmundur Guðmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi starfsmaður GAMMA og núverandi starfsmaður Kviku, Jónas Sigurgeirsson, bókaútgefandi og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings fyrir efnahagshrunið 2008, og Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -