Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Gísli prófessor krafinn um 233 milljónir- Sigrún kærir hann fyrir svik og fær kyrrsetningu á eigum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigrún Ísabella Jónsdóttir, fyrrverandi eiginkona Gísla Hjálmtýssonar, fjárfestis og prófessors, hefur kært hann til héraðssaksóknara fyrir meint umboðssvik og fjárdrátt.

Sigrún sakar fyrrverandi mann sinn um að hafa selt einbýlishús þeirra í Reykjavík fyrir 105 milljónir fyrir sjö árum án þess að greiða henni sinn hlut. Heimildin greinir frá þessu og vísar til gagna sem fjölmiðillinn hefur undir höndum. Þá er einnig byggt á því að Gísli hafi selt íbúð sem var hluti kaupverðsins án þess að konan fengi sinn skerf af sölunni. Alls krefst hún 233 milljóna króna úr hendi eiginmannsins fyrtrverandi sem starfar sem prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík

Sigrún Ísabella Jónsdóttir hefur látið kyrrsetja eignir Gísla fyrir kröfu sem nemur rúmlega 233 milljónir króna. Heimildin greinir frá því að viðskiptin með einbýlishúsið hafi átt sér stað á meðan Gísli og Sigrún voru enn þá í hjónabandi. Sigrún er sögð hafa krafist skilnaðar fyrir dómi í Bandaríkjunum árið 2017 þar sem hjónin voru þá búsett.

Gísli Hjálmtýsson er þekktur fyrir þáttöku sínu í alþjóðlegum viðskiptum og þá ekki síst fyrir umsvif í skattaskjólum. Hann hefur tengst Thule Investments sem rak fjárfestingarsjóði. Þetta fyrirtæki rak meðal annars sjóð sem átti verksmiðjutogarann Blue Wave sem veiddi fisk fyrir utan vesturströnd Afríku. DV fjallaði á sínum tíma um það mál. Höfundur þeirrar greinar er Ingi Freyr Vilhjálmsson sem fjallar einnig um málið í Heimildinni nú. Þá var fjallað um málið í Kastljósi Ríkisútvarpsins. Gísli kom einnig við sögu í Panamaskjölunum og rakið hvernig útgerð togarans var rekin í gegnum útgerðarfélag á Tortola.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -