- Auglýsing -
Fréttamaðurinn Gissur Sigurðsson er látinn, hann lést aðfaranótt sunnudags á Landspítalanum í Fossvogi. Vísir greinir frá.
Gissur sagði flutti morgunfréttir Bylgjunnar í 25 árs. Þar áður starfaði hann sem útvarpsmaður hjá RÚV í 16 ár.
Gissur lauk störfum á Bylgjunni í júlí 2019. Hljóðver Bylgjunnar á fréttastofunni fékk formlega nafnið Gissurarstofa við það tilefni enda rödd hans og fréttaflutningur orðin landsmönnum góðkunn.
Gissur var fæddur 7. desember 1947. Hann skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttur og sjö barnabörn.