- Auglýsing -
Sigurður Kristinsson, gítarleikari Sniglabandsins, er látinn, aðeins 59 ára að aldri. Hann fæddist 7. desember 1964 og lést 22. júlí síðastliðinn eftir erfið veikindi.
Sigurður var einn af stofnendum Sniglabandsins og lék í fyrstu á trommur en varð síðar gítarleikari þeirrar vinsæluu hljómsveitar.
Hann var þekktur akstursíþróttamaður og keppti í rallýkrossi. Sigurður lærðií kerfisfræði og starfaði í nokkur ár að tölvutækni.
Hann starfaði við tónlist. Auk þess að spila með Sniglabandinu var hann upptökustjóri og annaðist undirleik hjá öðrum tónlistarmönnum. Hann gaf út tvær sólóplötur.
Sigurður var einn af fyrstu félögum vélhjólasamtakanna Sniglanna og bar númerið #55.
Sagt er frá andláti Sigurðar á Facebook og Mogginn birti frétt um æviferil hans.
Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Ting Zhou. Börn þeirra eru Bryndís Xiang og Vilhjálmur Hui. Fyrri kona Sigurðar var Brynhildur Fjóla Hallgrímsdóttir. Dætur þeirra eru Eneka Abel, Dania Berit og Júlía Fídes.
Sent 2