Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Gjafsóknarnefnd refsaði ungri einstæðri móður fyrir að tjá sig um ofbeldi sem hún varð fyrir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ungri einstæðri móður var neitað um gjafsókn af gjafsóknarnefnd er hún reyndi að grípa til varna gegn meiðyrðakæru ofbeldismanns síns. Konan hafði tjáð sig um reynslu sína á Facebook síðu sinni og nefndin beitti huglægu mati og hafnaði beiðni hennar. Nefndin sagði enn fremur að konan hefði komið sér í þessa stöðu sjálf með skrifum sínum. Afrit af bréfinu sem konan fékk má sjá neðst í fréttinni.

 

Huglægt mat sem ekki verður rökstutt í löngu máli

Í bréfi sem konan fékk er sagt að mat nefndarinnar sé huglægt og það verði ekki rökstutt í löngu máli. Af þessum orðum má draga þá ályktun að engin lög séu til sem banna nefndinni að veita konunni gjafsókn, heldur hafi meðlimir nefndarinnar einungis beitt huglægu mati við ákvörðun sína. Þetta er í hæsta máta mjög undarlegt fyrirkomulag í ljósi þess að fram kom í gögnum málsins að konan hefði orðið fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi og með þessu átti að gera henni jafnvel ókleift að berjast á móti kærum ofbeldismanns síns.

 

Þú komst þér í þessa stöðu sjálf

- Auglýsing -

Þá segir í bréfinu: „Umsækjandi kom sér í þá aðstöðu sem hún nú er í með skrifum sínum um stefnanda“. Konan sótti um gjafsókn á öðrum grundvelli að auki þess er snýr að fjárhag og stöðu hennar. Sá grundvöllur snýr að því að ágreiningsefnið skiptir verulega miklu máli fyrir félagslega stöðu og einkahagi hennar. Miklir hagsmunir séu í húfi þar sem stefnandi sé að krefjast bæði refsingar og miskabóta.  Einnig er tilgreint að vegið sé af tjáningarfrelsi konunnar og því sé mikilvægt fyrir hana að geta gripið til varna í málinu.  Þessu neitaði gjafsóknarnefnd einnig „Að virtum öllum þeim gögnum sem hefur lagt fyrir gjafsóknarnefnd fær nefndin ekki séð úrlausn meiðyrðamálsins muni hafa veruleg áhrif á félagslega stöðu og/eða einkahagi umsækjanda“.

 

Gjafsóknarnefnd refsaði konunni tvívegis

- Auglýsing -

Nefndin refsar konunni ekki eingöngu fyrir það að tjá sig um andlegt og líkamlegt ofbeldi á sinni eigin Facebook síðu með því að hafna henni, heldur hafnar hún henni að öðru sinni á þeim forsendum sem sagt var frá hér að ofan. Konan uppfyllir skilyrðið fjárhagslega sem þýðir að hún er ekki með miklar tekjur, hún er með börn á framfæri sínu og situr undir meiðyrðakæru frá manninum sem beitti hana ofbeldi og fær enga hjálp fjárhagslega til þess að grípa til varna. Konan tók einnig fram í umsókn sinni að ef hún fengi ekki gjafsókn gæti hún ekki gripið til varna. Þarna skilur gjafsóknarnefnd einstæða móður sem borið hefur upp ásakanir á hendur manninum sem er að kæra hana fyrir það eitt að tjá sig um reynslu sína á sinni Facebooksíðu, eftir varnarlausa og að því er virðist refsar henni fyrir það að segja frá ofbeldinu sem hún telur sig hafa orðið fyrir.

 

Hér að neðan er afrit af bréfinu sem konan fékk frá gjafsóknarnefndinni:

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -