Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Gjaldkeri Skálatúns rannsakaður fyrir fjárdrátt: „Þetta er yfir langan tíma og engin smáaurar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bókari og gjaldkeri Skálatúns, heimili fyrir einstaklinga með þroskaskerðingu í Mosfellsbæ, er nú rannsakaður fyrir fjárdrátt. Grunur leikur á að hann hafi með reglubundnum hætti komið undan fé yfir nokkurra ára tímabil en sambýlið stendur höllum fæti rekstrarlega.

Þengill Oddsson, stjórnarformaður Skálatúns, staðfestir að rannsóknin sé í gangi. Hann segir hana stutt á veg komna sem geri það að verkum að myndin sé enn óljós hvað varðar meintan fjárdráttinn og hvaða fjárhæðir þá um ræðir. „Þetta er í rannsókn. Þetta er yfir langan tíma og eru engin smáaurar. Hversu mikið þetta er á eftir að koma í ljós því það er verið að rannsaka,“ segir Þengill.

Skálatún var stofnað í janúar 1954 og það var síðan sex árum síðar sem reksturinn fór undir Styrktarfélag vangefinna. Frá þessum tíma hefur mikil uppbygging á sér stað á lóð sambýlisins þar sem í dag má finna sex sambýli, dagþjónusta í Úthlíð, sundlaug, vinnustofur,  og skrifstofur. Markhópur sambýlsins hefur verið mjög breiður, allt fá fjölfötluðum einstaklingum með mikla þjónustuþörf til getumeiri og meira sjálfbjarga  einstaklinga. Þar búa nú tæplega 40 manns. Gjaldkerinn hefur starfað fyrir Skálatún síðasta áratug eða þar um bil.

Aðspurður um hvað hafi komið til þess að meintur fjárdráttur uppgötvaðist svarar Þengill því til að slæleg fjárhagsstaða sambýlisins hafi orðið til þess að hver króna var skoðuð. Grunsemdirnar vöknuðu síðla sumars. Þengill ítrekar mikilvægi þess að enginn hafi verið sakfelldur ennþá. „Þetta er bara í rannsókn og er ekki komið á annað stig. Hjá okkur hafa verið peningavandamál og það er ekki á það bætandi. Reynist þetta rétt eru það auðvitað mikil vonbrigði,“ segir Þengill.

Umræddur gjaldkeri vildi ekki ræða málið er Mannlíf bar meintan fjárdrátt undir hann, að öðru leyti en því að málið sé til rannsóknar. Aðspurður hvort málið eigi sér sínar eðlilegu skýringar vildi viðkomandi ekki tjá sig. „Ég vil ekkert segja um það neitt. Ég veit ekki nema málið sé enn í rannsókn og maður bíður bara eftir því. Ég hef ekkert að segja um þetta,“ segir gjaldkerinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -