Athafnamaðurinn Quang Le, öðru nafni Davíð Garðarsson, stendur nú á rústum fyrirtækja sinna eftir að hann hafði verið handtekinn í rassíu yfirvalda fyrir meint mansal og önnur broyt í atvinnurekstri, Félög hans, Wokon ehf. og EA17, hafa verið úrskurðuð gjaldþrota, samkvæmt Lögbirtingablaðinu. Quang Lé sat í gæsluvarðhaldi í rúma þrjá mánuði eftir að rannsókn hófst á rekstri hans. Vika er síðan hann var látinn laus. Þá reyndi hann að ná sambandi við meint fórnarlömb sín.
Gjaldþrotin gengu yfir eftir að lögregla frysti bankareikninga og kyrrsetti aðrar eignir og fjármuni vegna rannsóknar á fyrirtækjum sem tengd eru honum. Samtals voru félögin með um 175 milljónir í eignir samkvæmt ársreikningi 2022, samkvæmt frétt á Vísi. Þá var Wokon ehf. með jákvætt eigið fé um 60 milljónir en EA17 neikvætt eigið fé upp á sex milljónir. Félögin hafa þó ekki skilað ársreikningum fyrir árið 2023.
Vietnam Cuisine ehf. er á meðal þeirra fjölmörgu veitinga- og fasteignafélaga sem voru í eigu Quangs Lés. Það var félag var tekið til skipta fyrir rúmum tveimur vikum.
Meðal annarra félaga í eigu Quang voru Vietnam market ehf., NQ fasteignir, Vietnam Restaurant og Vy-þrif.
Það er til marks um stærðagráðu gjaldþrotanna að Wokon ehf. var með rekstur á sjö
veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Auk þess sáu utanaðkomandi rekstraraðilar um rekstur Wok On í Vík í Mýrdal og Hveragerði.
Sakborningar í málinu gegn Quang Le eru nú alls tólf.