Förðunarfræðingurinn Alexis Stone er gjörbreyttur í útliti eftir að hann gekkst undir stóra lýtaaðgerð.
Breski förðunarfræðingurinn Alexis Stone, skírður Elliot Rentz, gat sér góðs orðs á seinasta ári fyrir förðunarsnilligáfu sína en hann er þeim hæfileikum gæddur að geta breytt sér í hvern sem er með réttri förðun.
Stone, sem hefur sérhæft sig í að breyta sér í fræga einstaklinga, hefur til dæmis breytt sér í Angelinu Jolie, Cher, Elísabetu Englandsdrottningu og Jennifer Lawrence.
En ferill Stone hefur tekið u-beygju eftir að hann gekkst undir stóra fegrunaraðgerð og lét breyta andliti sínu. Stone hefur fjallað mikið um aðgerðirnar sem hann gefur gengist undir á samfélagsmiðlum. Hann segist vera himinlifandi með útkomuna þó að hann hafi vissulega fengið mikla gagnrýni. „Áður en ég fór í aðgerðirnar þá var ég uppnefndur og ég mun áfram verða uppnefndur,“ sagði hann meðal annars í myndbandinu þar sem hann afhjúpaði nýja útlitið.
Þess má geta að Stone er 23 ára.
Síðan Stone fór í aðgerðirnar umdeildu er hann hættur að breyta sér í frægt fólk með förðun, mörgum aðdáendum hans til mikillar mæðu. Áhugasamir geta fylgst með Stone á Instagram, þar er hægt að sjá hvernig hann hefur breytt sér ótal fræga einstaklinga.
Svona leit hann út áður en hann fór í stóru aðgerðina:
Svona lítur Stone út eftir aðgerðina: