Í rólegu og barnvænu hverfi í Reykjavík stendur rúmlega 300 fermetra, 8 herbergja einbýli. Húsið er sérstaklega bjart og gólfsíðir guggar eru í stofunni sem er afar rúmgóð. Á milli borðstofu og stofu er arinn sem fer ekki fram hjá neinum.
Húsið stendur við Skriðustekk 8 í Breiðholti og hefur Lind fasteignasala eignina á skrá.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2021/12/stekkur3.jpg)
Svefherbergi hússins eru sex talsins, þrjú á efri hæð og þrjú á neðri. Þá býður húsið upp á einstakt tækifæri að loka á milli hæða á auðveldan hátt. Þannig væri hægt að gera tvær íbúðir í húsinu, báðar með sér inngangi.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2021/12/stekkur2.jpg)
Lóðin er stór og fyrir þá sem hafa græna fingur er garðurinn dásamlegur. Honum hefur verið haldið vel við og er gróinn. Þar er að finna matjurtargarð, fallegan tjágróður og á pallinum, heitan pott.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2021/12/stekkur1.jpg)
Örstutt ganga er frá húsinu niður í Elliðaárdal þar sem eru ótal gönguleiðir og mikil náttúrufegurð. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar frekari upplýsingar á vef fasteignasölunnar.