- Auglýsing -
Nú er komið á daginn að Kristín Sif útvarpskona á K100 og Stefán Jakobsson rokksöngvari með meiru eru trúlofuð:
„Morgnarnir eru okkar tími, þar sem við ræðum hversdaginn, framtíðina, heima og geima. Í faðmlögum yfir fyrsta kaffibolla dagsins bar ég fram spurninguna:
„Viltu vera mín alltaf?“ „Þúsund sinnum já“ var svarið,“ sagði Stebbi Jak., eins og hann er ávallt kallaður, á samfélagsmiðlinum Facebook, þar sem parið ástfangna greindi frá gleðifréttunum.
Mannlíf sendir sínar bestu kveðjur til parsins!