- Auglýsing -
Ritstjórn Mannlífs óskar lesendum gleðilegs árs með þökk fyrir samfylgdina á árinu og góðar viðtökur við blöðunum okkar, Mannlífi og Vín og mat, podcastinu og vefnum sem hefur fengið gríðarlega góða aðsókn.
Kæru lesendur, við þökkum ykkur fyrir samfylgdina og fjölmörg góð skilaboð og viðbrögð við viðtölum okkar og greinum á árinu 2022 og stuðning á erfiðleikatímum. Við hlökkum til að færa ykkur nýtt efni á árinu 2023 og vonum að þið eigið góð áramót framundan.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla árið!