Glúmur Baldvinsson er afar beittur og skemmtilegur penni sem mark er takandi á.
Glúmur „kom við í Íslandsbanka í dag til að leggja inn peninga á minn reikning. Gjaldkerinn setti á sig snúð – stelpa rétt ríflega tvítug – og fór að spurja spurninga og fletta upp færslum á reikningi mínum.“
Þegar Glúmur er ósáttur bregst hann við; spyr spurninga og vill svör:
„Ég spurði hvur djöfulinn henni kæmu fjármál mín við og sagði henni að sinna starfi sínu sem væri að þjóna kúnnanum og punktur. Hún röflaði eitthvað um hertar splunkunýjar reglur um eftirlit með peningaþvætti.“
Glúmur blés á orð hennar og bætti þessu við:
„Ég benti henni þá á að engar nýjar reglur hefðu tekið gildi í sumar enda ekkert Alþingi starfandi síðan í vor. Að auki benti ég henni á að hún og hennar banki væru ekkert yfirvald hér heldur þjónustustofnun.“
Segir Glúmur að „með erfiðismunum fékk ég mínu framgengt í banka sem ég hef verið í viðskiptum við frá seytján ára aldri þegar hann hét Verzlunarbankinn.
Hvur djöfulinn halda þessir bankar að þeir séu? Það þarf að temja þetta lið og kenna því mannasiði. Og rasskella þetta gengi. Er enn rjúkandi bálreiður. Ég segi einsog Michael Douglas forðum í myndinni Falling Down: Have you ever heard the expression that the customer is fucking always right?“