Glúmur Baldvinsson ritar falleg orð um móðursystur sína, sem hefði orðið 76 ára í dag.
„Ég elskaði hana og dáði. Skemmtileg og fjörug stelpa full af lifsþrótti.“
Bætir því við að Magdalena „varð undan að láta fyrir krabbameini einvörðungu rúmlega fertug. Ég var við nám í Englandi þegar ósköpin gengu yfir en við náðum þó að kveðjast því hún kallaði mig á sinn fund skömmu áður en ég þurfti að fljúga út eftir jólafrí. Það var okkar síðasti fundur.“
Glúmur endar færslu sína með þessum fallegu orðum:
„Ég sakna þessarar frænku minnar mikið. Lífið væri betra með hana hér. En það er vitaskuld mín eigingirni.“