Glúmur Baldvinsson segir að það sé „engin bylting til hins betra að eiga sér stað í íslenskri pólitík. Og engin endurnýjun. Allt við sama heygarðshornið.“
Bætir við:
„Og nú þetta. Versti borgarstjóri í sögu borgarinnar mættur til liðs við Samfylkinguna. Og hann er hrærður yfir stuðningnum. Hvaða stuðningi? Hann hefur ekki unnið eina kosningu á ferli sínum. Og allir voða þakklátir og hrærðir. Og reynslan er drjúg.“
Segir að lokum:
„Ef Samfylkingin vill missa fylgi þá bara til innilegrar hamingju. Sjálfmorðsveitin mætt af fullum þunga. Af hverju ekki að stilla Jógu Sig og Ingibjörgu Sólrúnu við hlið hans þá er Samfylkingin opinberuð og fucking fullkomnuð.
Sumsé enginn axlar ábyrgð.“