Glúmur Baldvinsson skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra.
Svo mælir Glúmur:
„Eitthvað það allra heimskulegasta kerfi frá upphafi byggðar á Íslandi – fyrir utan kvótakerfið,“ skrifar hann og vísar í grein sem ber yfirskriftina:
Galin pæling að leggja niður heiðurslaun listamanna.
Hann segir um heiðurslaun listamanna:
„Hugmyndin var að styrkja unga efnilega listamenn til dáða. Gefa þeim tækifæri til að fljúga. Fyrst um sinn.“
Segir svo:

„En í staðinn eru vel þekktir og þénandi listamenn á launum um aldur og ævi. Og öryrkjar fá þúsund kall í jólauppbót. Lilja, èg skora á þig að umbylta þessu óréttlæti. Gleðileg jól.“