Glúmur Baldvinsson segir að stólar séu mikilvægir.
„Einsog fram hefir komið á undanförnum sólarhring tel ég stól afar mikilvægt fyrirbæri; vilji menn á annað borð sitja.“
En ekki bara stólar:
„Skrifborð er einnig gagnlegt vilji menn ekki sitja auðum höndum. Því hafi maður aðgang að stóli og skrifborði er hægt að skrifa. Einsog til dæmis FB statusa að lágmarki.“
Glúmur flúði hótel:
„Og þar sem ég hefi flúið stólaþurrð Hótel Vestmannaeyja og þá andúð á stólum sem þar ríkir hefi ég nú allt sem ég þarf. Og ekki bara einn stól heldur tvo. Svo nú hefi ég tekið gleði mína á ný.“
Þakklátur:
„Takk fyrir hughreystandi stuðning í þessu erfiða máli sem tekið hefur á okkur öll beggja vegna lands og eyja. Vissulega erfiðir tímar en þeir eru að baki. Stólbaki.“