Föstudagur 24. janúar, 2025
-0.6 C
Reykjavik

Glundroðinn í íslenskum stjórnmálum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk stjórnmál eru stödd á breytingarskeiði. Samfélagið hefur breyst hratt á skömmum tíma og hræringar í stjórnmálalandslaginu endurspegla það ástand.

Nær árleg hneykslismál hrista svo reglulega upp í öllu saman og breyta stöðunni algjörlega.

Langtímaafleiðningar Klaustursmálsins eiga eftir að koma í ljós. En skammtímaafleiðingarnar eru augljósar. Sameiginlegt fylgi Miðflokksins og Flokks fólksins helmingast. Sá fyrrnefndi myndi rétt skríða inn á þing ef kosið yrði í dag en hinn myndi falla út.

Ríkisstjórnarflokkarnir upplifa mestu fylgisaukningu sem þeir hafa fengið á kjörtímabilinu og það er athyglisvert að hún er vegna afleiks annarra flokka, ekki vegna verka ríkisstjórnarinnar. Sameiginlegt fylgi flokkanna þriggja mældist 8,6 prósentustigum meira þann 15. desember en það gerði þremur vikum áður. Langmesta aukningin var hjá Framsóknarflokknum sem náði til baka þorra þess fylgis sem tálgast hafði af honum vegna tilvistar Miðflokksins.

Ef núverandi fylgi flokka myndi haldast að næstu kosningum væri upp ansi áhugaverð staða. Popúlistaflokkunum myndi fækka um að minnsta kosti einn og ef Miðflokkurinn næði inn yrði fjöldi þingmanna hans í besta falli fjórir.

Ríkisstjórnarflokkarnir, þrátt fyrir Klausturmálsmeðvindinn, næðu ekki meirihluta og það myndi miðjublokk Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata ekki heldur gera. Leitin að festu í glundroðanum myndi því halda áfram.

- Auglýsing -

Hægt er að lesa ítarlega fréttaskýringu um stöðuna í íslenskum stjórnmálum hér og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -