Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Góð vika/slæm vika

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Góð vika

Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og meðlimur Todmobile, átti góða viku. Hann var í viðtali í Fréttablaðinu þar sem hann talaði meðal annars nýju ástina sína. Segja má að hann svífi um á bleiku skýi þessa dagana.

„Það er dásamlegt að finna ástina og kannski er hún lífið, það er að segja að elska aðra manneskju og allt sem maður gerir. Ég held að það sé ákveðið hreyfiafl. Ég var heppinn að kynnast Ástríði,“ segir Eyþór í viðtalinu.

Er hann þá spurður hvort 20 ára aldursmunur þeirra trufli þau ekkert, segir hann svo ekki vera. „Það er vissulega aldursmunur á okkur en það dregur okkur saman að við deilum sömu gildum og áhugamálum og brennum bæði sérstaklega fyrir listinni og klassískri tónlist. Við erum mjög samhuga,“ sagði stimamjúkur Eyþór meðal annars í viðtalinu.

|
Mynd / Hallur Karlsson|

Vinirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson áttu ljúfa viku en þau eignuðust nýlega son saman. Það sem er óvenjulegt við þessa nýju fjölskyldu er sú staðreynd að þau Þórdís og Sigurjón eru ekki par, heldur góðir vinir sem áttu bæði þann draum að eignast barn. „Þvílík forréttindi, orðlaus, yfirþyrmandi ást, þakklæti, hamingja og lífið breyttist á einum degi,“ skrifaði Þórdís í Facebook-færslu.

Vinirnir með barnið sitt
Mynd: Facebook

„Draumaprinsinn fæddist 23. okt. kl. 15:59, 16 merkur og 53 cm, heilbrigður, með dökkblá augu, gyllt hár, englarödd og fullkominn í alla staði,“ skrifar hún og bætir við:

„Takk fyrir allan stuðninginn og hamingjuóskirnar. Við svífum um á bleiku skýi og tímum varla að blikka augunum og dáumst að hverju hljóði, svipbrigðum, búkhljóðum, lyktinni, gullhárinu og litlu fingrunum sem grípa í mann.“

- Auglýsing -

 

Slæm vika

Öll spjót hafa staðið á Páli Vilhjálmssyni, sögukennara í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, undanfarið. Öll spjót nema kannski spjót Davíðs Oddssonar sem heldur mikið upp á bloggfærslur Páls ef marka má Staksteina Moggans. Það spjót mætti að vísu kalla Grásíðu, svo veikt er það.

Ástæðan fyrir reiði fólks í garð Páls eru umdeildar bloggfærslur kennarans þar sem hann veltir sér upp úr andlegum veikindum Helga Seljan og fleiri starfsmanna Ríkisútvarpsins. Þar segir meðal annars: „geðveikur Helgi skipuleggur í áravís skandal hægri vinstri, skáldar ef ekki vill betur til. Sá geðveiki fær fullt umboð yfirstjórnar RÚV til að flytja áróður klæddan í búning frétta.“

- Auglýsing -
Páll Vilhjálmsson

Páll var tekinn á teppið hjá skólameistara Fjölbrautaskólans í Garðabæ, Kristni Þorsteinssyni, en fékk þó að halda starfinu enda erfitt að reka kennara fyrir skoðanir.

Sjálfur sér Páll ekkert að skrifum sínum en í kvöldviðtali við Mannlíf segir hann: „Ég hef nokkrum sinnum skrifað texta sem mér hefur þótt vera erfiðara að standa við heldur en þennan texta. Ég get ekkert gert að því hvernig fólk tekur þessu. Við búum enn í frjálsu landi og fólk má bæði túlka og rangtúlka mín orð og annarra.“

Ríkisútvarpið hefur einnig átt nokkuð slæma viku en bæði hefur verið sótt að RÚV frá áðurnefndum Páli og frá stjörnublaðamanninum og Káta piltinum fyrrverandi, Jakobi Bjarnari Grétarssyni.

Eins og fram kemur hér að framan pönkaðist Páll á Helga Seljan á bloggsíðu sinni, svo mikið að flestum þótti nóg um. En hann lét ekki nægja að ráðast að geðheilsu Helga heldur skrifaði hann einnig færslu þar sem hann ýjaði að því að fleiri starfsmenn RÚV ættu við andleg veikindi að stríða. „Meintir glæpir norðlensku útgerðarinnar voru skáldskapur, uppspuni RÚV-Helga og Jóa. RÚV þegir um þessar nýjustu vendingar í Namibíumálinu. Sennilega pantaði Efstaleiti hópmeðferð á geðdeild,“ skrifar Páll.

Jakob Bjarnar Grétarsson.

Jakob Bjarnar sakaði hins vegar RÚV um hagsmunagæslu.

„Fæstum þætti eðlilegt ef ég starfrækti veitingastað á kvöldin en fjallaði sem blaðamaður um veitingageirann vítt og breitt á daginn. Og gæfi mig út fyrir að vera faglegur í því. En þetta er nákvæmlega sambærilegt við það sem er að gerast hjá Ríkisútvarpinu og hefur tíðkast lengi. Þar eru ýmsir dagskrárgerðarmenn sem samhliða starfa sem tónlistarmenn á kvöldin. Þarna eru auðvitað samansúrruð hagsmunatengsl,“ skrifar Jakob Bjarnar.

Lestu nýjasta vefblað Mannlífs hér:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -