Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Góða veðrið ekki eintóm sæla: „Sólin er bara að baka landið”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hámarkið í dag gæti náð 20 stigum einhverstaðar inn í sveitunum og svo á morgun er verið að spá yfir 20 stiga hita á Suður- og Suðvesturlandi,” segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þá segir hann rigningu ekki vera í kortunum. „það er sólríkt og hlýtt í dag og á morgun líka víða um land.”

„Það er búið að vera hæðarsvæði yfir landinu og engar lægðir verið að hrella okkur núna undanfarna daga og vikur. Gæti farið í 23-24°C þar sem verður hlýjast,” segir Haraldur og bætir við að það sé þó ekki bara af hinu góða. Þá er orðinn dálítið alvarlegur þurrkur víða á Suður- og Vesturlandi „Sólin er bara að baka landið.”

„Það hefur, það sem af er af mánuðinum, varla dregið ský fyrir sólu. Til dæmis hérna í Reykjavík,” segir hann. Þó megi búast við köflóttara veðri og aðeins meira af skýjum.

„Það er þurrkur á öllu landinu í dag, en annað kvöld er útlit fyrir rigningu Norðaustanlands.” Þá megi búast við rigningu fram á fimmtudagsmorgun á Norðaustur- og Austurlandi. „Svo verður einhver væta austantil á landinu út vikuna. Með töluvert svalara veðri þar.” Haraldur segir þetta vera alveg öfugt við það sem var í fyrra. „Sérstaklega í júní, þá var svo hlýtt á Norðaustur- og Austurlandi. Búið að snúast algjörlega við.” Langbesta veðrið verður því á Suður- og Vesturlandi út vikuna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -