Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, vann sigur í níu af þeim fjórtán ríkjum þar sem kosið var í vegna forvals demókrata í forsetakosningum Bandaríkjanna í gær á svokölluðum Ofurþriðjudegi (e. Super Tuesday). Margir höfðu spáð því að Bernie Sanders myndi fara með sigur í einhverjum af þessum ríkjum.
Atkvæða er enn beðið í Kaliforníu en sérfræðingar spá því að Sanders sigri í Kaliforníu.
Sanders vann þá sigur í þremur ríkjum. Þeir Sander og Biden eru í forystu heilt yfir og þykir nú ljóst að baráttan um hver verður forsetaefni demókrata verði á milli þeirra tveggja og að annar hvor þeirra muni keppa við Donald Trump í baráttunni um forsetaembættið í haust nái Trump endurkjöri.
Trump fylgist vel með baráttunni og hikar ekki við að gagnrýna aðra frambjóðendur og frammistöðu þeirra á samfélagsmiðlum.